Fræðslusjóður Eflingar og opinberra launagreiðanda

Styrkir til einstaklinga

Fræðslusjóðir Eflingar og opinberra aðila voru sameinaðir árið 2025, sameinaði sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Eflingar og opinberra launagreiðenda.


Sjóðurinn er fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá Reykjavíkurborg, öðrum sveitarfélögum og ríkinu ásamt öðrum þeim aðlum sem Efling gerir  kjarasamninga við og taka mið af kjarasamningum fyrrgreindra aðila, svo sem hjúkrunarheimili, sjálfstætt starfandi leikskólar og Faxaflóahafnir.

Hámarksstyrkur fyrir félagsmenn sem greiða í Fræðslusjóð Eflingar og opinberra launagreiðanda er 150.000 kr. á ári*. 

  • Hægt er að nýta styrkinn til tómstundastarfs, náms eða ferða innanlands eða erlendis.
  • Styrkurinn er í formi endurgreiðslu og þarf félagsmaður að hafa lagt út fyrir kostnaði áður en sótt er um.
  • Hámarksstyrkur miðast við fullt starf og lækkar í samræmi við starfshlutfall.
  • Greitt er allt að 100% af kostnaði.
  • Félagsfólk þarf að hafa greitt fyrir fræðslu / ferð á meðan það greiddi til Eflingar og reikningar ekki eldri en 12 mánaða.

Hámarks styrkur er 150.000,- kr á ári*

Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að dreifa honum

Skrunaðu til hliðar til að sjá alla styrki

Ferðakostnaður námsferðar innanlands

55.000,-*

  • Ferðakostnaður starfstengdrar námsferðar innanlands. 
  • Einungis er greitt fyrir flug og gistingu.
  • Styrkurinn er veittur á 2ja ára fresti.


Ekki er greitt vegna kostnaðar við dagskrá til einstaklinga, stofnunin sækir sjálf um endurgreiðslu vegna hans og geta félagsmenn sótt um ferðastyrk vegna starfstengdrar námsferðar þegar stofnunin hefur fengið umsókn sína um sömu ferð samþykkta hjá Eflingu (vegna fræðslunnar).


ATH! Mjög mikilvægt er að áður en einstaklingar sækja um ferðakostnað vegna starfstengdrar námsferðar hafi stofnunin sótt um styrk vegna námskeiðskostnaðar. 

Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:


  • Afrit af farseðlum
  • Greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði

*miðast við full réttindi

Umsókn stofnana um endurgreiðslu á kostnaði vegna fræðslu má sjá hér.

Heilsuefling - líkamsræktarstyrkur

Fræðslustyrkir

Title or question 3

Title or question