
Fræðslusjóðir Eflingar og opinberra aðila voru sameinaðir árið 2025, sameinaði sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Eflingar og opinberra launagreiðenda.
Sjóðurinn er fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá Reykjavíkurborg, öðrum sveitarfélögum og ríkinu ásamt öðrum þeim aðlum sem Efling gerir kjarasamninga við og taka mið af kjarasamningum fyrrgreindra aðila, svo sem hjúkrunarheimili, sjálfstætt starfandi leikskólar og Faxaflóahafnir.
Hámarksstyrkur fyrir félagsmenn sem greiða í Fræðslusjóð Eflingar og opinberra launagreiðanda er 150.000 kr. á ári*.
- Hægt er að nýta styrkinn til tómstundastarfs, náms eða ferða innanlands eða erlendis.
- Styrkurinn er í formi endurgreiðslu og þarf félagsmaður að hafa lagt út fyrir kostnaði áður en sótt er um.
- Hámarksstyrkur miðast við fullt starf og lækkar í samræmi við starfshlutfall.
- Greitt er allt að 100% af kostnaði.
- Félagsfólk þarf að hafa greitt fyrir fræðslu / ferð á meðan það greiddi til Eflingar og reikningar ekki eldri en 12 mánaða.
Uppsöfnuð réttindi fyrir þá sem ekki hafa nýtt rétt í:
- 2 ár er 300.000 kr.
- 3 ár er 450.000 kr.
hægt er að nýta uppsöfnuð réttindi í eitt samfellt nám.
Félagsfólk hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að það hættir að greiða í félagið og greitt var fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.
Hámarks styrkur er 150.000,- kr á ári*
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að dreifa honum
Skrunaðu til hliðar til að sjá alla styrki
Ferðakostnaður námsferðar innanlands
Ferðakostnaður námsferðar erlendis
Tómstundastyrkur
Starfstengt nám / námskeið
Ferðakostnaður námsferðar innanlands
55.000,-*
- Ferðakostnaður starfstengdrar námsferðar innanlands.
- Einungis er greitt fyrir flug og gistingu.
- Styrkurinn er veittur á 2ja ára fresti.
Ekki er greitt vegna kostnaðar við dagskrá til einstaklinga, stofnunin sækir sjálf um endurgreiðslu vegna hans og geta félagsmenn sótt um ferðastyrk vegna starfstengdrar námsferðar þegar stofnunin hefur fengið umsókn sína um sömu ferð samþykkta hjá Eflingu (vegna fræðslunnar).
ATH! Mjög mikilvægt er að áður en einstaklingar sækja um ferðakostnað vegna starfstengdrar námsferðar hafi stofnunin sótt um styrk vegna námskeiðskostnaðar.
Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:
- Afrit af farseðlum
- Greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði
*miðast við full réttindi
Umsókn stofnana um endurgreiðslu á kostnaði vegna fræðslu má sjá hér.
Ferðakostnaður námsferðar erlendis
150.000,-*
- Ferðakostnaður starfstengdrar námsferðar erlendis.
- Einungis er greitt fyrir flug og gistingu.
- Styrkurinn er veittur á 3ja ára fresti.
Ekki er greitt vegna kostnaðar við dagskrá til einstaklinga, stofnunin sækir sjálf um endurgreiðslu vegna hans og geta félagsmenn sótt um ferðastyrk vegna starfstengdrar námsferðar þegar stofnunin hefur fengið umsókn sína um sömu ferð samþykkta hjá Eflingu (vegna fræðslunnar).
ATH! Mjög mikilvægt er að áður en einstaklingar sækja um ferðakostnað vegna starfstengdrar námsferðar hafi stofnunin sótt um styrk vegna námskeiðskostnaðar.
Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:
- Afrit af farseðlum
- Greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði
*miðast við full réttindi
Umsókn stofnana um endurgreiðslu á kostnaði vegna fræðslu má sjá hér.
Tómstundastyrkur
50.000,-*
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala felagsmanns kemur fram. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá útgefanda reiknings.
Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki.
Námskeið þarf að vera greitt af félagsmanni.
Nám erlendis
Uppfylli nám eða námskeið ekki skilyrði um Almennt og starfstengt nám getur það flokkast undir tómstundastyrk. Hafi það verið tekið á erlendri vefsíðu þarf það að vera greitt úr íslenskum heimabanka.
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfesting á greiðslu úr íslenskum heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.
*miðast við full réttindi
Umsókn stofnana um endurgreiðslu á kostnaði vegna fræðslu má sjá hér.
Starfstengt nám / námskeið
150.000,-*
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala felagsmanns kemur fram. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá útgefanda reiknings.
Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki.
Nám þarf alltaf að vera greitt af félagsmanni.
Nám erlendis
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfesting á greiðslu úr heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.
*miðast við full réttindi
Umsókn stofnana um endurgreiðslu á kostnaði vegna fræðslu má sjá hér.
Heilsuefling - líkamsræktarstyrkur
Styrkur vegna heilsueflingar nær til líkamsræktar, íþrótta, sunds, dans o.fl. Hægt er að nota styrkinn vegna kaupa á reiðhjóli.
Stöðin, skólinn eða félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum.
Greitt er allt að 23.000 kr. á hverjum 12 mánuðum, að hámarki 50% af kostnaði.
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikning þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá útgefanda reiknings.
Fræðslustyrkir
Add your title here
This is the text area for this paragraph.
To change it, simply click and start typing. Once you've added your content, you can customize its design by using different colors, fonts, font sizes and bullets. Just highlight the words you want to design and choose from the various options in the text editing bar.

Title or question 3
Add your title here
This is the text area for this paragraph.
To change it, simply click and start typing. Once you've added your content, you can customize its design by using different colors,
fonts, font sizes and bullets. Just highlight the words you want to design and choose from the various options in the text editing bar.

