Launagreiðendavefur

launagreiðendur sem senda skilagreinar til Eflingar hafa aðgang að launagreiðendavef

Launagreiðendur athugið!

Þeir launagreiðendur sem senda skilagreinar til Eflingar (og fleiri stéttarfélaga*) hafa aðgang að laungreiðendavef.


Á vefnum er hægt að:

  • Sjá skilagreinar sem hafa þegar verið sendar inn.
  • Prenta út iðgjaldavottorð.
  • Finna starfsmannalista.
  • Senda inn nýjar skilagreinar.


Hvernig fæ ég aðgang?

Samþykki prókúruhafa þarf fyrir öllum nýjum aðgöngum. Hægt er að sækja um aðgang með tveimur leiðum:


  1. Prókúruhafi sendir beiðni: Prókúruhafi sendir tölvupóst á skilagrein@efling.is og tilgreinir hver á að fá aðgang (nafn, kennitala og netfang).

  2. Bókari/launafulltrúi sendir beiðni: Bókari getur sent póst fyrir sig eða aðra, en þá verður staðfesting frá prókúruhafa að fylgja með í viðhengi (t.d. undirritað bréf eða áframsendur tölvupóstur frá prókúruhafa þar sem heimild er veitt).


Við munum í framhaldinu stofna aðgang og senda lykilorð á viðkomandi notanda í tölvupósti.


Stjórnun aðgangs

Þegar prókúruhafi hefur fengið lykilorð og skráð sig inn, hefur hann fulla stjórn á aðgangi fyrirtækisins. Þar getur hann séð yfirlit yfir notendur, breytt réttindum þeirra og bætt við nýjum notendum milliliðalaust ef þess gerist þörf.


Sameiginlegur vefur – Tótal félagakerfi


Athygli er vakin á því að vefurinn er sameiginlegur fyrir þau stéttarfélög sem nota Tótal félagakerfi. Þörf er á því að skrá sig hjá hverju stéttarfélagi fyrir sig (notanda á fyrirtæki) en aðeins þörf á einu lykilorði. Launagreiðandi hefur þá aðgang að öllum stéttarfélögum á einni og sömu síðunni. 


Stéttarfélögin sem um ræðir eru:

  • Afl Starfsgreinafélag
  • Aldan Stéttarfélag
  • Eining-Iðja
  • Stéttarfélag Vesturlands
  • Verkalýðsfélagið Hlíf
  • Matvís
  • Rafiðnaðarsamband Íslands
  • VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna
  • Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
  • Samstaða stéttarfélag
  • Sjómannafélag Eyjafjarðar
  • Verkalýðsfélag Akraness
  • Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis