Laun og réttindi
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Laun og réttindi
Hver eru þín réttindi?
Sláðu inn upplýsingar um þinn vinnustað og sjáðu hvaða réttindi og skyldur tilheyra þínu starfi.
Fyrirtækið finnst ekki
Hvað gerir vinnuréttindasvið?
Vinnuréttindasvið Eflingar aðstoðar félagsfólk í samskiptum við atvinnurekendur í tengslum við laun og réttindi.
Til að bóka viðtalstíma er hægt að hringja í síma 510-7500. Félagsfólk er hvatt til að senda tölvupóst á vinnurettindi@efling.is ef það þarf ráðgjöf eða upplýsingar.

Getur verið að mál þitt eigi heima annars staðar?
Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun veitir upplýsingar og aðstoð vegna atvinnuleysisbætur og atvinnuleit, fæðingarorlofssjóð og ábyrgðasjóð launa.
Útlendingastofnun
Útlendingastofnun veitir upplýsingar og aðstoð vegna atvinnu- og dvalarleyfa
Hvað er mikilvægt að passa upp á?
Ráðningarsamningur
Það er mikilvægt að fá afhentan skriflegan ráðningarsamning, þar sem koma fram eftirfarandi upplýsingar:
fullt nafn starfsmanns og atvinnurekanda, vinnustaður, starfshlutfall, starfslýsing, launakjör, lífeyrissjóður, kjarasamningur og stéttarfélagsaðild.
Skrifaðu niður unna tíma
Atvinnurekendum ber skylda til að halda utan um vinnutíma starfsfólks með tímaskráningarkerfi. Slík kerfi eru þó ekki alltaf nákvæm og geta verið óáreiðanleg.
Þess vegna er mikilvægt að þú haldir sjálf(ur) vel utan um alla unna tíma. Ef þú þarft á aðstoð stéttarfélagsins að halda getur það skipt sköpum að hafa áreiðanlegar og vel skráðar upplýsingar um vinnutímann þinn.
Launaseðill
Launaseðlar eiga að sýna öll launakjör og frádrætti, þar á meðal skatta, lífeyrissjóðsiðgjöld, félagsgjöld og annað sem dregið er frá launum.
Það er mjög mikilvægt að skoða launaseðilinn í hvert skipti sem þú færð greitt og bera upplýsingarnar saman við launin sem berast inn á bankareikninginn þinn. Launaseðillinn er í raun kvittunin þín fyrir greiðslu opinberra gjalda.
Ef þú færð ekki launaseðla, ber þú sjálf(ur) ábyrgð á því ef skattar eða önnur gjöld eru ekki greidd – ábyrgð sem réttilega ætti að liggja hjá atvinnurekandanum.
Tilgreina þarf á launaseðlinum að greitt hafi verið félagsgjald til stéttarfélagsins. Það tryggir réttindi þín, svo sem aðgang að sjóðum, lögfræðilegri aðstoð og öðrum réttindum sem fylgja stéttarfélagsaðild.
Samskipti við atvinnurekanda
Ef vandamál koma upp á vinnustað þá hvetjum við þig til að leita til Eflingar. Mikilvægt er að samskipti við atvinnurekanda séu skrifleg, t.d. í gegnum tölvupóst eða aðra samskiptamiðla.
Hafa samband
Þú getur alltaf haft samband við Eflingu til að fá ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við vinnuna þína. Hægt er að senda tölvupóst á
vinnurettindi@efling.is eða
efling@efling.is.
