Námskeið og fræðsla
Yfirlit yfir námskeið og fræðslu

Fagnámskeið
Efling-stéttarfélag í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila hefur boðið upp á fagnámskeið fyrir starfsmenn á vinnumarkaði.
Framhaldsnám félagsliða – Heilabilun
Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með heilabilanir. Fræðsla verður um mismunandi sérkenni og algengi heilabilunarsjúkdóma. Samskipti við sjúklinga og aðstandendur. Hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga eru kynnt. Farið verður í vettvangsferðir og verkefni unnin eftir þær ferðir. Námsefni frá leiðbeinanda, myndbönd, annað efni kynnt í kennslustundum.
Námið er ætlað félagsliðum innan Eflingar og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Skráning fer fram á vefsíðu Mímis og starfsfólk Mímis getur svarað spurningum um umsóknarferlið. Meiri upplýsingar má finna með því að smella á námskeið á dagskrá hér að neðan.
Framhaldsnám félagsliða – fötlun og geðraskanir
Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með mismunandi skerðingar sem leiða til fötlunar. Réttindagæsla fatlaðra er kynnt og hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga. Farið er í vettvangsferðir og unnið með þætti eins og skipulögð vinnubrögð og sjónrænt dagskipulag.
Kynntar eru leiðir til að styðja við og auka félagshæfni þjónustunotandans. Nemendur fá fræðslu um notkun rofabúnaðar og tölva. Þjónustuformið NPA er kynnt af notanda þjónustunnar.
Námið er ætlað félagsliðum innan Eflingar og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Skráning fer fram á vefsíðu Mímis og starfsfólk Mímis getur svarað spurningum um umsóknarferlið. Meiri upplýsingar má finna með því að smella á námskeið á dagskrá hér að neðan.
Umönnun – fagnámskeið I og II
Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið. Til að fá meiri upplýsingar, smellið á námskeið á dagskrá hér að neðan.
Hildur Rós Guðnadóttir
„Að fara í svona nám gerir manni gott á svo margan hátt. Það heldur manni við efnið og eykur skilning manns á starfinu og skjólstæðingum. Í náminu fær maður meiri þekkingu, bætir sig í starfi og fær svo líka smá launahækkun. Ég hvet alla trúnaðarmenn til að hvetja samstarfsfólk sitt til að taka þetta námskeið.“
Gitana Ambrazunaite:
„Mér fannst allt áhugavert við þetta nám. Þar sem ég kem frá öðru landi fannst mér gaman og mjög gagnlegt að læra um það hvernig við nálgumst ýmsa hluti sem varða umönnun hér á Íslandi. Það er oft ólíkt því hvernig við nálgumst hlutina í landinu sem ég kem frá. Þetta er ólík menning með ólíkar nálganir í mannlegum samskiptum, sem er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þegar maður er að vinna við umönnun viðkvæmra hópa.“
Félagsliðagátt
Félagsliðagátt er ætluð er fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu.
Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers kona áfalla, þurfa á sérstökum stuðninga að halda.
Um félagsliðagátt
Félagsliðagátt er fyrir þá sem hafa náð 22 ára aldri og eru með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu við umönnunarstörf. Nemendur þurfa einnig að hafa lokið 190 klukkustundum af starfstengdum námskeiðum, til að mynda Fagnámskeiðum 1 og 2 í umönnun. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Einnig geta þeir sem vilja láta meta þekkingu sína og reynslu skráð sig í raunfærnimat hjá Mími: Raunfærnimat | Mímir – Vertu meira! (mimir.is)
Hjá Mími ljúka nemendur 4 önnum af 6, en til að útskrifast sem félagsliði ljúka nemendur síðustu tveimur önnunum í framhaldsskóla. Námið hjá Mími jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.
Uppbygging námsins
Kennslan er blanda af fjar- og staðnámi. Hver áfangi er kenndur í 4 vikur. Í upphafi og lok áfanga er skyldumæting í tíma síðdegis á virkum degi. Þess á milli fer námið fram á netinu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni. Á milli staðnámstíma verða vinnustofur á Teams þar sem nemendur hitta kennara.
Námið er kennt á íslensku.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.
Leikskólaliðabrú
Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Námið er einingabært og kennt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur sem leikskólaliðar.
Námið veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum.
Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 140-170 stunda starfstengd námskeið, t.d fagnámskeið I og II fyrir starfsmenn leikskóla.
Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.Námið er 61 framhaldsskólaeining og er kennt á fjórum önnum. Einnig geta þeir sem vilja láta meta þekkingu sína og reynslu skráð sig í raunfærnimat hjá Mími: Raunfærnimat | Mímir – Vertu meira! (mimir.is)
Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Námskeiðið eru kennt á íslensku.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.
Námskeið fyrir dyra- og næturverði
Dyravarðanám er ætlað starfandi dyravörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki á hótelum og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að efla þátttakendur í starfi.
Mímir heldur námskeiðið í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg.
Þátttakendur sem lokið hafa þessu 24 kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Eru 20 ára
- Hafa hvorki fíkniefna- né ofbeldisbrot á sakaskrá síðastliðin 5 ár
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning er hjá Mími eða í síma 580 1800.
Félagsmenn geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá fræðslusjóði Eflingar.
Starfsmenn leikskóla – fagnámskeið I og II
Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, eiga að baki stutta skólagöngu og vinna á leikskólum. Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroska og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í leikskólaliðabrú.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.
Kolbrún Ólína Diego
„Námskeiðið var mjög fróðlegt og svo margt sem við lærðum sem mér fannst mjög skemmtilegt. Slysavarnanámskeiðið er til dæmis frábært, ég lærði ótrúlega mikið þar. Það er líka áhgavert að læra um alls kyns stefnur í uppeldi og svo heimsóttum við líka aðra leikskóla. Maður lærir svo mikið af því að sjá hvernig aðrir gera hlutina. Ég ákvað að halda áfram og fara í leikskólaliðann.“
Anna Radyszkiewicz
„Mér fannst mjög gaman í náminu og ég lærði mjög mikið. Ég kynntist frábæru fólki sem vinnur við það sama og ég og kennararnir voru líka mjög góðir. Mér fannst sérstaklega áhugavert að læra um tvítyngd börn og hvernig við á leiksskólanum getum styrkt þau og hjálpað þeim að fóta sig í leikskólanum. Ég byrja að vinna aftur á morgun eftir sumarfrí og hlakka til að nýta allt sem ég hef lært úr náminu.“
Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I, II og III
Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.
Á fagnámskeiðinum I og II er lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu á grænmetisfæði.
Á fagnámskeiði III er áhersla á matseðlagerð og matreiðslu fyrir grænkera og þá sem eru með ofnæmi og óþol.
Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matsveina og matartækna.
Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Íslenskustuðningur í námi. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan.
Hólmfríður Erla Hestnes
„Það sem kom mér kannski mest á óvart er hvað það er lítið mál að búa til grænmetismat. Ég hélt að þetta væri mikið meira vesen, en svo er þetta bara annað hráefni en sama vinna!“
Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa í eldhúsum og mötuneytum og eru þeim að kostnaðarlausu."
Önnur námskeið hjá viðurkenndum fræðslusaðilum
Ýmis gagnleg námskeið má finna hjá viðurkenndum fræðsluaðilum sem Efling á samstarf við.
Mímir – símenntun

Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni.
Réttindi
Leigumarkaðurinn á Íslandi
Á þessu námskeiði verður fjallað um íslenskan leigumarkaðu, stöðu leigjenda og hvaða möguleika þeir hafa til að bæta stöðu sína.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi kemur og kynnir staðreyndir um íslenskan leigumarkað og ber það saman við nágrannalöndin. Jafnframt segir hann frá helstu áskorunum leigjenda á íslenskum leigumarkaði og hverju Samtök Leigjenda berjast fyrir og hverjar þeirra helstu kröfur eru.
Þvínæst verður starfsemi og þjónusta Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna kynnt. Farið verður yfir helstu málaflokka sem berast Leigjendaaðstoðinni og úrræði sem tengjast þeim. Þá verða skyldur leigjanda og leigusala skoðaðar og auk þess fjallað um þau ákvæði húsaleigulaganna sem heimilt er að víkja frá í leigusamningi.
Allir félagsmenn eru velkomnir. Námskeiðið er frítt en við biðjum ykkur vinsamlegast að skrá ykkur svo við getum áætlað fjöldann sem mun mæta.
Lífeyrisréttindi
Fulltrúi Landssambands lífeyrissjóða svara spurningum sem brenna á félögum Eflingar eins og: Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið á Íslandi? Hvernig spila saman almennir lífeyrissjóðir og Tryggingastofnun? Hver get ég nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi mín á Íslandi? Hvernig get ég undirbúið starfslok?
Boðið er upp á námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.
Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Fyrir þá sem eru farnir að huga að því að hætta að vinna mælum við einnig með Á tímamótum – starfslokanámskeið. Það er ítarlegra námskeið þar sem farið er yfir undirbúning starfsloka frá ólíkum hliðum.
Skattkerfið á Íslandi
Farið verður yfir lög og reglur um skattkerfið á Íslandi. Hverjar skyldur skattgreiðenda eru og hver munurinn er á launagreiðslu og verktakagreiðslu. Þá verður fjallað um gerð skattframtals og hvaða kostnað er hægt að nýta til frádráttar á skatti.
Boðið er upp á námskeiðið á ensku og pólsku.
Enska: 4. mars 2026, kl. 18-20.
Pólska: 5. mars 2026, kl. 18-20.
Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Efling býður félagsfólki á námskeið um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Boðið er upp á námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.
Námskeiðið er liður í því að veita félögum í Eflingu upplýsingar um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Sérfræðingar
Eflingar í kjaramálum fara yfir helstu atriði kjarasamninga, s.s. veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að kynna réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Á tímamótum – starfslokanámskeið
Ertu farin/n að huga að starfslokum? Þá stendur þér til boða að sækja námskeið Eflingar þar sem farið er yfir hagnýtar upplýsingar varðandi tímamótin. Að hætta á vinnumarkaði þarf að undirbúa vel. Breytingin hefur mikil áhrif á líf fólks og er stórt skref að stíga. Með góðum undirbúningi er hægt að gera nýja hlutverkið í lífinu jákvætt.
Á námskeiðinu fjalla sérfræðingar til að mynda um sjúkratryggingar, lífeyrisréttindi, heilsu og réttindi hjá stéttarfélaginu og svara fyrirspurnum frá þátttakendum. Einnig verður fjallað um hvað er í boði í félagsstarfi og fræðslu fyrir fólk sem er komið á aldur.
Boðið er upp námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.
Íslenska: 19. nóvember 2025 kl. 9.00-15.00
Íslenska: 14.-15. apríl 2026 kl. 18.00-21.00
Enska: 21. apríl 2026 kl. 18.00-21.00
Pólska: 22. apríl 2026 kl. 18.21.00
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Mími.
Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Til að skrá sig á námskeiðið smellið þið á þá dagsetningu sem hentar ykkur hér fyrir neðan og fyllið svo út skráningareyðublað.
Trúnaðarmannafræðsla
Trúnaðarmenn Eflingar eru mikilvægur hlekkur í starfi félagsins og kappkostað er að bjóða þeim uppá fyrsta flokks fræðslu þar sem tekið er á grundvallarþáttum vinnumarkaðarins.
Trúnaðarmannanámskeið Eflingar
Trúnaðarmannanámskeið Eflingar veita trúnaðarmönnum félagsins nauðsynlega fræðslu og þjálfun til að sinna hlutverki sínu. Námskeiðin eru símenntun sem trúnaðarmönnum ber að sækja út allan sinn skipunartíma. Námskeið eru haldin á dagvinnutíma einn dag í mánuði september-maí. Hugað er til jafns að fræðsluþörfum nýskipaðra trúnaðarmanna og endurmenntun reynslumeiri trúnaðarmanna.
Námskeiðin fara fram í Félagsheimili Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík. Boðið er upp á hressingu og heitan hádegisverð.
Námskeiðin eru trúnaðarmönnum Eflingar að kostnaðarlausu. Notast er við þýðingar og túlkun til að gera allt námsefni aðgengilegt á bæði íslensku og ensku.
Allir trúnaðarmann eru sjálfkrafa skráðir á námskeiðin. Áminningar og óskir um staðfestingu á komu eru sendar í tölvupósti á alla trúnaðarmenn.
Allar upplýsingar um skipulag námskeiða má nálgast með því að senda erindi á netfangið felagsmal@efling.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 510-7500.
Dagsetningar námskeiða veturinn 2025-2026
ALMENNI VINNUMARKAÐURINN
Fyrir áramót
- 8. september 2025 (mánudagur)
- 15. október 2025 (miðvikudagur)
- 13. nóvember 2025 (fimmtudagur)
- 18. desember 2025 (fimmtudagur)
Eftir áramót
- 13. janúar 2026 (þriðjudagur)
- 18. mars 2026 (miðvikudagur)
- 21. apríl 2026 (þriðjudagur)
- 28. maí 2026 (fimmtudagur)
OPINBERI VINNUMARKAÐURINN
Fyrir áramót
- 8. september 2025 (mánudagur)
- 14. október 2025 (þriðjudagur)
- 12. nóvember 2025 (miðvikudagur)
- 17. desember 2025 (miðvikudagur)
Eftir áramót
- 12. janúar 2026 (mánudagur)
- 17. mars 2026 (þriðjudagur)
- 20. apríl 2026 (mánudagur)
- 28. maí 2026 (fimmtudagur)
Réttur til námskeiðssetu án launaskerðingar
Laun trúnaðarmanna eiga ekki að skerðast vegna setu á trúnaðarmannanámskeiðum og er það réttur allra trúnaðarmanna Eflingar að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Trúnaðarmenn þurfa heldur ekki að vinna kvöldvakt þann dag sem þeir hafa setið trúnaðarmannanámskeið.
Skrifstofa Eflingar aðstoðar trúnaðarmenn í samskiptum við atvinnurekendur ef minna þarf á þessi réttindi. Óski trúnaðarmenn eftir því að slíkt erindi sé sent fyrir þeirra hönd skulu þeir hafa samband á felagsmal@efling.is.
Námsefni
Námsefni og glærur eru vistuð á lykilorðsvarinni lendingarsíðu hér. Hafið samband við skrifstofu félagsmála til að fá lykilorðið ef þið hafið týnt því.
