Launareiknivélar

REIKNIVÉLAR EFLINGAR ERU HAGNÝT TÓL, SEM LAUNAGREIÐENDUR GETA NOTAÐ TIL AÐ REIKNA ÚT HVER LAUN STARFSFOLKS EIGA AÐ VERA SAMKVÆMT GILDANDI KJARASAMNINGUM.

Reiknivélar Eflingar

Reiknivélarnar taka mið af öllum þeim þáttum sem launagreiðslur byggja á. Reiknivélarnar eru afar einfaldar í notkun en á sama tíma nákvæmar. 


Með því að nota reiknivélar Eflingar geta launagreiðendur tryggt að launagreiðslur starfsfólks séu réttar og í samræmi við gildandi kjarasamninga. Með því er hægt að koma í veg fyrir mistök sem valdið geta bæði starfsfólki og atvinnurekendum vandræðum.

Efling hvetur því launagreiðendur til að nýta sér reiknivélarnar, öllum til hagsbóta.