
Skilmálar og leigureglur
Úthlutanir og tímabil
Afpantanir og breytingar
Orlofsblað
Vefverslun
VIÐ KOMU
- Leigusamningur berst í tölvupósti, en þar má finna:
- hvar nálgast má lykla
- númer á lyklaboxum/öryggishliðum
- komu- og brottfaratíma
- símanúmer umsjónarmanns
- Þú þarft að koma með:
- Lök, sængur- og koddaver
- Handklæði
- Viskastykki, borðtuskur
- Handsápu
- Salernispappír
VIÐ BROTTFÖR
- Þrífa þarf:
- Húsið: gólf, borð, uppvask, salerni osfrv.
- Grillið
- Heita pottinn.
- Ganga vel frá gluggum og hurðum, að allt sé lokað og læst.
- Skila lykli til umsjónarmanns eða í lyklabox. (eftir því sem við á).
- Alls ekki taka hita af húsinu við brottför.
Upplýsingar fyrir leigutaka orlofshúsa
Þetta þarftu að vita
Góð umgengni er okkar hagur!
- ATH: Óheimilt er að hlaða rafmagnsbíla við húsin nema hleðslustöð sé til staðar.
- Munið að hafa leigusamning meðferðis þegar farið er í orlofhús og lesa hann vel yfir. Leigusamning má nálgast rafrænt inn á mitt.efling.is, undir orlofskostir.
- Á leigusamningi
koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar og skilmálar sem mikilvægt er að kynna sér vel þegar farið er í orlofshús. Þar er að finna upplýsingar um hvar nálgast má lykla, númer á lyklaboxum og öryggishliðum þar sem við á, komu- og brottfarartíma og símanúmer umsjónarmanns.
Símanúmer umsjónarmanns kemur fram á leigusamningi. Lyklar að Hvammi eru afhentir á skrifstofu Eflingar. Á öðrum stöðum þar sem eru lyklabox skiptir komutími minna máli, á leigusamningi er að finna upplýsingar um komutíma, númer á lyklaboxi og öryggishliði þar sem við á.
- Öllum húsum Eflingar fylgja efni til að þrífa, uppþvottalögur og burstar, gólfsápa og wc hreinsir. Gólfþveglar og moppur eru til staðar svo og kústar og ryksuga. Ef eitthvað af þessu vantar þegar komið er í húsið þarf að láta umsjónarmann vita eins fljótt og auðið er svo hægt sé að bregðast við.
- Nauðsynlegt er að taka með lök, sængur- og koddaver, handklæði, viskastykki, borðtuskur, handsápu og salernispappír.
- Orlofshús og íbúðir Eflingar eru með svipuðum búnaði, ætluð fyrir 5 til 10 manns eftir stærð. Öll eldhúsáhöld eiga að vera til staðar; ísskápur, eldavél og örbylgjuofn. Sængur, koddar, barnastóll og barnarúm, sturta, sjónvarp, útvarp og gasgrill. Ef eitthvað af þessu vantar þegar komið er í húsið þarf að láta umsjónarmann vita eins fljótt og auðið er svo hægt sé að bregðast við.
- Leigutaka er óheimilt að framselja leigurétt sinn
- Dýrahald er bannað í orlofshúsum Eflingar nema að annað sé tekið fram á leigusamningi. Brot á þessum reglum getur valdið því að viðkomandi félagsmaður verði útilokaður fá úthlutun framvegis.
- Ganga skal vel um svæðið og virða friðhelgi annarra.
Öll óþarfa umferð og hávaði eftir kl 24:00 er óheimil. Brot á þessum reglum veldur því að viðkomandi félagsmaður verði útlokaður frá úthlutun framvegis.
*Með fyrirvara um breytingar
