Fyrir launagreiðendur
Hér geta launagreiðendur nálgast helstu upplýsingar um hvernig best sé að bera sig að við greiðslur gjalda auk annarra hagnýtra upplýsinga.

Launagreiðendur athugið!
Efling stéttarfélag hóf frá og með 1.janúar 2024 móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk Eflingar ásamt gjöldum í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Verkefnið var áður í höndum Gildis lífeyrissjóðs.
Vakin er athygli á að aðeins er tekið við skilagreinum 3 mánuði aftur í tímann.
Hægt er að hafa samband í tölvupósti (skilagrein@efling.is) ef þörf er á að senda skilagreinar lengra aftur í tímann.
Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á netfangið skilagrein@efling.is.
