Starfsemi skrifstofu
mismunandi svið eflingar

Tilgangur og markmið eflingar
Skrifstofa Eflingar stéttarfélags sinnir fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að tryggja félagsfólki réttindi, bætt kjör og öryggi á vinnumarkaði. Meðal kjarnastarfsemi félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og veita aðstoð ef grunur leikur á að lög eða kjarasamningar séu brotin. Vinnuréttindasvið er í fararbroddi í þessu starfi og tryggir að félagsfólk njóti réttlátra og lögmætra kjara.
Þjónusta við félagsmenn er hvað umfangsmesti þáttur starfseminnar. Þjónustusvið veitir almennar upplýsingar, greiðir út styrki og annast ýmsa félagslega þjónustu, svo sem greiðslu sjúkradagpeninga og fræðslustyrkja. Mikill kraftur hefur verið lagður í fræðslu- og félagsmálasvið, meðal annars með námskeiðahaldi fyrir trúnaðarmenn og öðrum fræðslutengdum verkefnum sem styrkja félagsmenn. Orlofssvið sér um orlofskosti félagsmanna, þar á meðal rekstur orlofshúsa, og aðra tengda þjónustu.
Skrifstofa Eflingar skiptist í eftirfarandi svið:
- Rekstrarsvið – Sér um daglegan rekstur skrifstofunnar og styður önnur svið í verkefnum sínum.
- Fjármálasvið – Sinnir bókhaldstengdum verkefnum og móttöku skilagreina.
- Þjónustusvið – Veitir almennar upplýsingar og annast greiðslu styrkja og félagslegrar þjónustu.
- Vinnuréttindasvið – Gætir hagsmuna félagsmanna og veitir aðstoð varðandi réttindi og kjarasamninga.
- Fræðslu- og félagsmálasvið – Skipuleggur námskeið og fræðslu, styður trúnaðarmenn og vinnur að félagslegum verkefnum.
- Orlofssvið – Sér um orlofshús og aðra orlofskosti félagsmanna.
Starfsfólk Eflingar er fjölbreyttur hópur, bæði hvað varðar kyn, bakgrunn og aldur, auk tungumálakunnáttu. Þessi fjölbreytni bætir þjónustu við félagsfólk Eflingar og tryggir að hún aðgengileg og skilvirk, óháð tungumálum eða uppruna.
