Samninganefndir
Hlutverk samninganefnda er að koma fram fyrir hönd félagsins við gerð kjarasamninga

Samninganefndir Eflingar eru skipaðar félagsfólki og hafa það mikilvæga hlutverk að leiða kjaraviðræður félagsins. Auglýst er eftir félagsfólki í samninganefndir þegar kjarasamningar verða lausir og þær starfa þar til samningar nást. Formaður Eflingar er formaður í samninganefndum. Félagið leggur áherslu á að samninganefndir séu stórar og að störf þeirra séu opin og gagnsæ gagnvart félagsfólki.
Hlutverk samninganefnda er að koma fram fyrir hönd félagsins við gerð kjarasamninga og hafa þær víðtækt umboð. Nefndir sitja samningafundi við viðsemjendur en halda einnig sína eigin fundi sem formaður boðar til og stjórnar. Seta í nefndum felur í sér talsverða vinnu en nefndarmenn geta átt rétt á að sitja fundi án launataps frá atvinnurekanda. Fjallað er um hlutverk samninganefnda í lögum Eflingar og í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.
