
Fjárhæðir 2026
Upphæðir styrkja frá Starfsafli hækkuðu frá og með 1.janúar 2026 í 180.000 kr. m.v. full réttindi. Hækkurnin á einnig við um uppsöfnuð réttindi.
Hámarksstyrkur fyrir félagsmenn sem greiða til Starfsafls er 180.000 kr. á ári*.
- Hægt er að nýta styrkinn til tómstundastarfs, náms eða ferða.
- Styrkurinn er á formi endurgreiðslu og þarf félagsmaður að hafa lagt út fyrir kostnaði áður en sótt erum.
- Hámarksstyrkur miðast við fullt starf og lækkar í samræmi við starfshlutfall.
- Styrkt er fyrir allt að 90% af kostnaði.
- Greiðsla á styrkhæfum kostnaði vegna fræðslu eða ferðar þarf að hafa verið framkvæmd á því tímabili þar sem félagsmaður greiddi til Eflingar.
- Félagsfólk þarf að hafa greitt fyrir fræðslu / ferð á meðan það greiddi til Eflingar og reikningar ekki eldri en 12 mánaða.
Uppsöfnuð réttindi fyrir þá sem ekki hafa nýtt rétt í:
- 2 ár er 360.000 kr.
- 3 ár er 450.000 kr.
hægt er að nýta uppsöfnuð réttindi í eitt samfellt nám.
Styrkir undir 30.000 kr. skerða ekki uppsöfnuð réttindi
en dragast frá heildar fjárhæð.
Ef þú ert skráður hjá Vinnumálastofnun þarftu að skila staðfestingu frá stofnuninni um hvort þú hafir fengið styrk þaðan. Þetta á við jafnvel þó að þú hafir ekki sótt um styrk. Á staðfestingunni kemur fram hvort styrkur hafi verið veittur og, ef svo er, hversu há upphæðin var.
Hámarks styrkur er 180.000,- kr á ári*
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að dreifa honum
Skrunaðu til hliðar til að sjá alla styrki
Ferðastyrkur
Tómstundastyrkur
Almennt og starfstengt nám
Ferðastyrkur
40.000,-*
- Greitt fyrir flug vegna náms/námskeiðs/ráðstefnu erlendis.
- Greitt er allt að 50% af reikningi.
Einungis er greitt vegna flugs en ekki gistingar, rútu, leigbíla eða annars. Ef félagsmaður ber sjálfur kostnað vegna dagskrár getur hann sótt um styrk fyrir henni, annars ekki (þá sótt um sem starfstengt nám).
Með umsókn skal fylgja staðfesting á námi, námskeiði eða ráðstefnu sem sótt er ásamt greiðslukvittun flugs.
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram og staðfesting á greiðslu úr íslenskum heimabanka.
*miðast við full réttindi
Tómstundastyrkur
30.000,-*
Greitt er allt að 90% af kostnaði.
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram og staðfestingu á greiðslu úr íslenskum heimabanka.
Nám erlendis
Uppfylli nám eða námskeið ekki skilyrði um Almennt og starfstengt nám getur það flokkast undir tómstundastyrk. Hafi það verið tekið á erlendri vefsíðu þarf það að vera greitt úr íslenskum heimabanka.
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfesting á greiðslu úr íslenskum heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.
*miðast við full réttindi
Almennt- og starfstengt nám
180.000,-*
Eftirfarandi fellur undir almennt eða starfstengt nám:
- Almennt nám, t.d. nám í mennta- eða háskóla.
- Starfstengt nám, t.d. aukin ökuréttindi.
- Áhugasviðsgreiningar sem teknar eru undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa.
- Efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda í framhaldsskóla en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, t.d. skóla- og nemendafélagsgjöld.
- Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi/námslokum, t.d. í ökuréttindanámi.
- Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa.
Greitt er allt að 90% af kostnaði.
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram og staðfesting á greiðslu viðkomandi úr íslenskum heimabanka.
Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki.
Nám þarf alltaf að vera greitt af félagsmanni.
Nám erlendis
Starfsafl styrkir ekki nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum. Starfsafl gerir kröfu um að ef umsækjandi sækir um vegna háskólanáms erlendis frá viðurkenndum háskóla þá skal umsækjandi skila bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum eða greiðslukvittun frá skóla þar sem það á við.
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfesting á greiðslu úr íslenskum heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.
Athugið að ekki er samþykkt erlent netnám nema um sé að ræða netnám frá viðurkenndum háskóla að öðrum kosti flokkast það sem tómstundastyrkur.
Skilgreining á starfsnámi og fræðslu
Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á því hvaða fræðsla fellur undir almennt starfsnám sbr. eftirfarandi: Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrir fram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu.
Skilgreining og uppbygging fræðslu
Hugtakið fræðsla er notað til einföldunar á þessari síðu yfir allt nám, námskeið og erindi, hvort heldur hún fari fram innan eða utan vinnutaða eða í gegnum fjarfundabúnað eða upptökur.
Uppbygging fræðslu:
1. Hafa skýrt afmarkað upphaf og lok
2. Hafa skilgreind markmið og efnistök
3. Vera kennt af leiðbeinanda sem býr yfir viðeigandi hæfni og þekkingu
Að fræðsla uppfylli þessi skilyrði er nauðsynlegt, en ekki eitt og sér nægjanlegt til að tryggja styrkhæfi.
Í þessu felst að hægt sé að nálgast upplýsingar á heimasíðu fræðsluaðila eða á öðrum tilgreindum vefmiðli sem og upplýsingar um menntun, hæfni og reynslu leiðbeinanda.
Viðmið um leiðbeinendur
Almennt er gert ráð fyrir því að þeir sem annast fræðslu fyrir einstaklinga og vinnustaði búi yfir viðeigandi menntun, hæfni og reynslu sem hæfir því efni sem boðið er upp á.
Leiðbeinendur skulu hafa faglega þekkingu og færni á viðkomandi sviði og geta sýnt fram á hæfni sína með viðeigandi gögnum, s.s. námsferli, starfsreynslu eða öðrum hæfnisvottunum, sé kallað eftir því. Athugið sérstaklega auknar kröfur til þeirra sem kenna íslensku.
Upplýsingar um leiðbeinanda skulu vera skýrar og aðgengilegar fyrir þátttakendur og sjóðinn, og vera hluti af umsóknarferli fyrirtækja til sjóðsins á www.attin.is: almennar upplýsingar um nám/námskeið.
Nánar um íslenskukennslu
Á við um allt nám, námskeið og einkakennslu. Aðgangur að öppum í íslensku eru einnig styrkhæf falli þau að viðmiðum sjóðsins um starfstengt nám.
Leiðbeinandi íslenskunámskeiða, íslenskunáms eða einkakennslu sem starfar annarsstaðar en hjá viðurkenndum fræðsluaðila samþykktum af Mennta- og barnamálaráðuneytinu eða Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, verður að búa yfir neðangreindum hæfnikröfum og reynslu svo þjónusta viðkomandi teljist styrkhæf af starfsmenntasjóðum.
Aðrar hæfnikröfur:
• Marktæk þekking á kennslu tungumála
• Reynsla af kennslu frá viðurkenndum fræðsluaðila
• Lokið námi á háskólastigi
• Fagleg vinnubrögð og metnaður til að skila góðri vinnu
Tilgreindar hæfnikröfur leiðbeinanda eiga einnig við um annað tungumálnám.
Umsókn er hafnað ef ofangreindar kröfur um viðmið, hæfi og hæfni eru ekki fyrir hendi.
Nánar um nám í fegrunarfræðum
Nám sem tekið er á Íslandi
Nám í hverskonar fegrunarfræðum sem tekið er hérlendis og telst ekki til löggildra iðngreina þarf að falla að viðmiðum sjóðsins um starfstengt nám og vera tekið hjá skólum eða snyrtistofum með starfsleyfi til að nemendur geti sótt um starfsmenntastyrk vegna námsins.
Vörupakkar og annað námsefni sem innifalið er í námskeiðsgjaldi, er ekki styrkt. Því er aðeins tekið við reikningum sem sýna sundurliðun á kostnaði.
Sé námið tekið hjá skóla eða snyrtistofu sem ekki er með starfsleyfi geta nemendur aðeins sótt um lífsleiknistyrk (tómstundastyrk).
Nám sem kennt er erlendis
Allt nám í fegrunarfræðum sem kennt er erlendis er ekki styrkt sem starfsmennt en nemendur geta sótt um lífsleiknistyrk vegna námsins (tómstundastyrk).
Skilgreiningar á fegrunarfræðum
Hér er notast við orðið fegrunarfræði þar sem orðið snyrtifræði nær yfir löggilda iðngrein. Þessi regla nær yfir allt annað nám sem telst til fegrunarfræða en hefur ekki hlotið löggildingu hér á landi, samanber eftirfarandi upptalningu:
1. Förðun
2. Naglalist, þ.m.t. ásetning gervinagla
3. Augnaháraásetningar, augnaháralengingar
4. Varanleg förðun á augabrúnir
Athugið að listann er mögulega ekki tæmandi.
Skólar sem kenna fegrunarfræði þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði svo það nám sem þeir bjóða sé styrkt sem starfsnám:
• Hafa starfsleyfi og texta sem tiltekur það sýnilegan á vefsíðu og geta framvísað skírteini sé þess óskað.
• Hafa alla reikninga sundurliðaða þar sem skýrt kemur fram kostnaður vegna náms og varnings.
• Uppfylla skilyrði sjóðsins um starfsnám,
• Veita nemanda diplómu / viðurkenningarskjal í lok náms.
Hægt er að sækja um starfsmenntastyrk vegna náms hjá eftirfarandi fræðsluaðilum:
• Reykjavík Makeup School.
• Glam
• Make up studíó Hörpu Kára
• Deja Vu Nails Salon & Academy
• Lilly nails Iceland
• Magnetic
• Shimmer
• Crytal nails
• Amber Lashes
Skólar sem uppfylla skilyrði en eru ekki á listanum hér að ofan geta haft samband við skrifstofu Starfsafls.
Nánar um útgefna reikninga
Reikningar þurfa að vera sundurliðaðir ef í þeim felst kostnaður umfram beina fræðslu. Þetta er nauðsynlegt svo hægt sé að meta hvort sá kostnaður sé styrkhæfur.
Hvað er styrkt:
• Starfstengd fræðsla sem fram fer fyrir hóp starfsfólks eða einstaklinga
• Starfstengd fræðsla sem fram fer á íslenskum vefsíðum
• Tungumálanám
• Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
• Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um markþjálfann en skilyrt er að markþjálfinn hafi lokið námi í markþjálfun frá viðurkenndum skóla. Þá verður fjöldi tíma að koma fram á reikningi.
• Túlkaþjónusta á starfstengdu námskeiði fyrir hóp starfsfólks á vinnustað þar sem greitt er fyrir hvorutveggja
Hvað er ekki styrkt:
• Ráðgjöf eða handleiðsla
• Túlkaþjónusta fyrir einstaklinga (t.d. í prófum eða á starfstengdum námskeiðum utan vinnustaðar – maður á mann).
• Ferðakostnaður sbr. akstur eða flug
• Gisting og uppihald
• Veitingar á námskeiðum
• Gjald eða kostnaður sem til fellur vegna innleiðingar eða utanumhalds fræðslu
• Sýnatökur, kannanir og þarfagreiningar
• Vörupakkar sbr. nám í fegrunarfræðum
• Vinnustofur sem snúa að stefnumótun, framtíðarsýn eða innri greiningu á starfsemi viðkomandi vinnustaðar falla ekki undir skilgreiningu formlegrar fræðslu eða námskeiðahalds. Í slíkum tilvikum er að jafnaði um að ræða vinnu sem miðar að því að meta, skilgreina og móta innri starfsemi, verklag eða stefnu, fremur en að miðla þekkingu, þjálfa færni eða stuðla að hæfniþróun starfsmanna með formbundnum hætti.
*Athugið að listarnir er mögulega ekki tæmandi.
Sameiginlegur styrkur félagsmanna og fyrirtækis
Nám verður að kosta að lágmarki 200.000,- kr.
Reikningur getur verið á nafni félagsmanns eða fyrirtækis.
Félagsmaður sækir um styrkinn hjá Eflingu og fyrirtækið sækir um á vefgátt sjóða, www.attin.is
Með báðum umsóknum þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
• Lýsing á námi
• Reikningur.
• Staðfesting á greiðslu
• Yfirlýsing fyrirtækis og einstaklings vegna sameiginlegrar umsóknar, sjá eyðublað hér.
Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti beggja.
Þegar reikningur er á nafni félagsmanns þá er fyrst nýttur réttur félagsmanns og síðan fyrirtækis, þar til hámarki er náð. Þegar reikningur er á nafni fyrirtækis þá er fyrst nýttur réttur fyrirtækis og síðan félagsmanns, þar til hámarki er náð
Styrkur til félagsmanns greiðist inn á reikning félagsmanns og greiddur styrkur fyrirtækis greiðist inn á reikning fyrirtækis.
Við afgreiðslu umsóknar til fyrirtækis er höfð til hliðsjónar greidd styrkfjárhæð til félagsmanns.
Til skýringa:
Athugið að styrkur til fyrirtækis getur aldrei orðið hærri en 300.000,-
Styrkur til einstaklings getur aldrei orðið hærri en 130.000,- eða 390.000,- ef um uppsöfnun er að ræða. Athugið einnig að styrkur getur aldrei orðið hærri en 90% af reikningi.
Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi – hámark 430.000 kr. (ef félagsmaður á aðeins 130.000,- rétt og fyrirtæki 300.000,-) eða 690.000 kr. þegar félagsmaður á rétt á uppsöfnun (þá 390.000,- til félagsmanns og 300.000,- til fyrirtækis).
Athugið að um tilraunaverkefni er að ræða, með fyrirvara um villur. Starfsafl áskilur sér allan rétt til leiðréttinga og breytinga.
*miðast við full réttindi
Heilsuefling - líkamsræktarstyrkur
Styrkur vegna heilsueflingar nær til líkamsræktar, íþrótta, sunds, dans o.fl. Hægt er að nota styrkinn vegna kaupa á reiðhjóli.
Stöðin, skólinn eða félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum.
Greitt er allt að 23.000 kr. á hverjum 12 mánuðum, að hámarki 50% af kostnaði.
Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikning þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá útgefanda reiknings.
Fræðslustyrkir
Add your title here
This is the text area for this paragraph.
To change it, simply click and start typing. Once you've added your content, you can customize its design by using different colors, fonts, font sizes and bullets. Just highlight the words you want to design and choose from the various options in the text editing bar.

Title or question 3
Add your title here
This is the text area for this paragraph.
To change it, simply click and start typing. Once you've added your content, you can customize its design by using different colors,
fonts, font sizes and bullets. Just highlight the words you want to design and choose from the various options in the text editing bar.

