Velkomin til Eflingar

Hvað er stéttarfélag?
Stéttarfélag er félagasamtök launafólks sem vinnur að því að verja og gæta hagsmuna sinna félagsmanna, semur fyrir þeirra hönd um laun og réttindi. Veitir ráðgjöf um réttindi þeirra og skyldur á vinnustað og aðstoðar ef upp koma vandamál varðandi það.
Styður fólk sem nýtt hefur allan sinn veikindarétt hjá vinnuveitanda og léttir undir með styrkjum, niðurgreiðslu á t.d. heilsueflingu, sjúkraþjálfun, sálfræði, námskeiðum svo eitthvað sé nefnt.
Hvers vegna borga ég til Eflingar?
Ef þú vinnur samkvæmt kjarasamningi milli Eflingar og SA eða Opinberra aðila (ríki, sveitarfélag eða hjúkrunarheimili) átt þú að greiða í Eflingu. Það ætti að koma fram á ráðningasamningi þínum að stéttarfélagið sem þú greiðir í sé Efling. Starfið þitt er þá svokallað Eflingar starf og er unnið á svæði sem tilheyra Eflingu.
Þú borgar til Eflingar vegna þess að þú vinnur á Eflingar svæði, þau eru í:
- Reykjavík
- Kópavogi
- Seltjarnarnesi
- Mosfellsbæ og Kjósasýslu að Botnsá
- Grímsnes- og Grafningshreppi
- Hveragerði
- Sveitarfélaginu Ölfus
- Hafnarfirði (starfsfólk á veitinga- og gististöðum og við iðnað)
- Garðabæ (starfsfólk á veitinga- og gististöðum, við iðnað, í heimaþjónustu og starfsfólk Vífilstaða)
Og þú vinnur svokallað Eflingar starf:
- Við fermingu og affermingu skipa og hvers konar annarra flutningstækja svo og móttöku og afhendingu farms.
- Við húsbyggingar og efnisflutnga vegna byggingaframkvæmda.
- Við hafnargerð, vegagerð, skurðgröft, landbúnaðarstörf og efnisflutninga sem tengjast áðurnefndum starfsgreinum.
- Í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
- Í heimaþjónustu, á leikskólum, við umönnun á sjúkrahúsum og stofnunum, í þvottahúsum og saumastofum sjúkrastofnana.
- Við ræstingar, hreinlætisstörf, efnalaugar og þvottahús.
- Við mötuneytisstörf.
- Við varðstörf, öryggisvörslu og fjármunaflutninga.
- Á veitinga- og gististöðum.
- Við vinnslu og sölu sjávarafurða og landbúnaðarafurða.
- Í iðnaði og í verksmiðjum svo sem járnsmíði, skipasmíði, blikksmíði (tunnugerð), garðyrkju, bygginga- og þungaiðnaði.
- Við móttöku og afhendingu vara, þar með taldir bifreiðastjórar.
- Við olíu-, bensín-, smur-, bón- og ryðvarnarstöðvar og hjólbarðaverkstæði.
- Við stjórn vöruflutningabifreiða í þjónustu annarra og við stjórn á stórvirkum vinnutækjum, svo sem ýtum, vélskóflum og vélkrönum.
- Við orkufrekan iðnað, jarðgangnagerð, virkjanir og aðrar stórframkvæmdir sem eru sambærilegar og við hliðstæðar nýjar starfsgreinar.
- Við hvers konar önnur framleiðslu- og flutningastörf.
- Við sjómannastörf og siglingar.
Hvernig borga ég í Eflingu?
Vinnir þú Eflingarstarf og á svæði Eflingar á atvinnurekandi þinn að taka 0,7% af laununum þínum (heildarlaunum) og greiða það til Eflingar. Í viðbót við það borgar atvinnurekandi fyrir þig í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Hversu mikið þú borgar í hverjum mánuði á að standa á launaseðli þínum.
Þú sérð þetta líka á mínum síðum. Hafðu samband við okkur ef það vantar inn iðgjöld sem þú hefur þegar greitt til okkar skv. launaseðli. Það getur haft áhrif á réttindi þín ef iðgjöld vantar.


Trúnaðarmenn á vinnustöðum
Samkvæmt kjarasamningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum með 5 eða fleiri Eflingarfélaga. Trúnaðarmenn gegna mjög mikilvægu hlutverki í starfi Eflingar og félagið leggur mikla áherslu á að fjölga þeim, sem og að veita þeim öfluga fræðslu, þjálfun og stuðning.
Hvað gerir Efling fyrir mig?
Hvað gerir Efling fyrir mig?
1
Semur um laun og réttindi
Efling semur um laun og réttindi sinna félagsmanna. Semur við SA, ríki og sveitarfélög, hjúkrunarheimili (og fleiri) sem semur fyrir hönd atvinnurekanda.
2
Aðstoðar starfsfólk
Aðstoðar starfsfólk Eflingar á Vinnuréttindasviði þig með ýmis vandamál sem geta komið upp á vinnustöðum og svarar spurningum s.s. varðandi:
- Uppsagnir
- Vinnutíma
- Veikindarétt
- Ef þú hefur ekki fengið greidd laun
- Og margt fleira, listinn er alls ekki tæmandi.
3
Greiðir styrki til félagsmanna
Í þriðja lagi greiðir Efling styrki til félagsmanna sem það sækja um vegna t.d. sjúkraþjálfunar, sálfræðitíma, námskeiða eða náms (bílprófs t.d.) s. Sjá nánar hér.
Sótt er um styrki á Mínum síðum

4
Rekur og leigir út orlofshús
Efling á og rekur u.þ.b. 70 orlofshús víðs vegar um landið sem þú getur leigt út yfir helgi eða virka daga á veturna eða í heila viku yfir sumartímann.
Sjá nánar framboð á Mínum síðum.

5
Vetir sérkjör í vefverslun Eflingar
Hægt að kaupa í vefverslun inneign hjá Icelandair, veiði- og útilegukort (kortin eru í sölu á sumrin).

6
Heldur ýmsa viðburði fyrir félagsmenn
Í sjötta lagi heldur Efling ýmsa viðburði fyrir sitt félagsfólk yfir árið s.s. jólaball, bíóferðir, 1.maí kaffi og fleira og fleira. Viðburðir eru auglýstir á heimasíðunni, samfélagsmiðlum og með tölvupósti.
Þetta er ekki tæmandi listi yfir verkefni Eflingar - hafðu samband ef þú finnur ekki upplýsingar um það sem þú leitar að.
Mínar síður
Á mínum síðum átt þú þitt Persónublað þar getur þú m.a. sótt um sjúkra- og fræðslustyrki og sjúkradagpeninga. Einnig getur þú sótt um orlofshús, keypt í vefverslun og gefið kost á þér til trúnaðarstarfa fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá.
